Brettaskóli

front-brettaskolií Janúar, 2011 stofnaði Mintsnow brettaskóla upp í Bláfjöllum í samstarfi við skíðasvæðin. Hugmyndin var að bjóða þeim sem væru að byrja á brettinu að koma í kennslu yfir daginn og læra grunn undirstöðuna og tökin á að renna sér.  Við sáum að þetta væri hentugt fyrir foreldra sem kunna ekki sjálf á snjóbretti en eiga krakka sem vilja ólm byrja að læra, því það getur jú verið flókið að kenna fólki á e-d sem maður kann ekki sjálfur á.

Kennsla fer fram allar helgar, þ.a.e.s. Laugardaga og Sunnudaga. Hefst hún kl 10:30 og er til kl 14:30. Verð fyrir 1 dag í kennslu er 6000 kr og er hádegismatur og dagspassi í fjallið innifalin í því verði.

Skráning í skólann er inn á heimasíðu skíðasvæðanna. ATH: Ef þið eruð búin að skrá ykkur fyrir ákveðin og það verður síðan lokað, þá dettur það bara út og það þarf að skrá sig aftur. Borgað er á staðnum þegar komið er í skólann.

Stofnandi skólans, Davíð, er búinn að vera á bretti í 15 ár og hefur verið að keppa á bretti, búið úti í útlöndum og rennt sér í bestu bretta aðstöðu heims ásamt því að halda viðburði og keppnir sjálfur. Hann mætir ásamt fríðu föruneyti af kennurum sem allir eru með margra ára reynslu á brettinu. Fjöldi kennara fer eftir eftirspurn hvern dag.

Það eru allir velkomnir í brettaskóla Mintsnow. Það skiptir ekki máli á hvaða aldri þú ert eða hvar þú ert stödd/staddur í ferlinu hvað getustig varðar. Við förum í barnabrekkuna, diskalyftuna og stólinn. Þetta fer einfaldlega eftir því hvað viðskiptavinir vilja :)

Við mælum svo með því að fólk mæti tímanlega til að ná að skrá sig, fá vesti og dagspassa og getað byrjað kennsluna á réttum tíma :) Hlökkum til að sjá þig!