Um Mintsnow

Með námi langaði mig til að skapa mína eigin vinnu þar sem ég væri að framkvæma hluti sem ég hafði áhuga á og gaman að. Allt saman byrjar þetta með hugsun og pælingum sem endar svo oftast á framkvæmd sem annaðhvort heppnast eða heppnast ekki. Það skiptir ekki öllu máli á hvorn vegin það fer, heldur er aðal atriðið hjá Mintsnow að hafa gaman að hlutunum. Ég hef fengið mikla hjálp frá fullt af aðilum, ber þá helst að nefna Oddgeir Gylfason og Arnar Þór Þórsson, og ber ég þeim mikið þakklæti. Engu að síður tel ég að framkvæmdagleðin og trúin á því að hlutirnir eiga það til að ganga upp vera þá þætti sem hafa gert Mintsnow kleift að bjóða upp á þá þjónustu og það afþreyingarefni sem við höfum framkvæmt og framleitt. Með uppbyggingu á þeim verkefnum sem eru nú þegar í gangi ásamt komandi verkefnum og nýjum markmiðum stefnum við á að halda áfram að elta okkar ástríðu og okkar drauma,  stækka fyrirtækið og vonandi halda áfram að gleðja þá sem hafa áhuga á að nýta okkar þjónustu og fylgjast með myndböndum og/eða þáttagerð. 

Davíð Arnar Oddgeirsson – Stofnandi og Eigandi Mintsnow

 

 

Mintsnow er sprota fyrirtæki, stofnað árið 2011, sem einblínir á framleiðslu myndefnis, viðburði og aðra þjónustu svo sem snjóbrettakennslu. Upphaflega var um heimasíðu að ræða sem bauð upp á afþreyingu í formi erlendra og innlendra snjóbrettamyndbanda. Seinna þann vetur fóru viðburðirnir að verða að veruleika og hefur Mintsnow haldið keppnir og aðra viðburði. Þar má helst nefna Summerjam viðburðinn sem haldinn er í lok hvers vetrar í samstarfi við Bláfjöll. Seinustu tvo vetra hefur sá viðburður verið haldinn í byrjun Maí og hefur heppnast vel bæði hvað ásókn, aðstæður og veður varðar. Mintan 2013 var svo haldinn í mars það árið og var sá viðburður haldinn í miðbæ reykjavíkur þar sem að tonn af snjó var flutt niður í bæ og voru bestu reil riderar landsins boðnir að taka þátt. Um kvöldið var svo tónlistarveisla þar sem Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Agent Fresco tróðu upp.

Árið 2011 var svo stofnaður Brettaskóli Mintsnow og Bláfjalla í samstarfi við skíðasvæðin. Nánari upplýsingar um skólann er að finna undir “Brettaskóli”

Megin áhersla okkar í dag er á framleiðslu myndbanda og eru vonandi ný og skemmtileg verkefni framundan hjá okkur.

Ásamt stofnanda fyrirtækisins er það Arnar Þór Þórsson sem mynda Mintsnow.

Styrktaraðilar Mintsnow eru: Burn, Mohawks og Iron Man