Viðburðir

Mintsnow Summerjam

Summerjam er haldið í lok hvers season upp í Bláfjöllum. Jam-ið var fyrst haldið árið 2012 og hefur nú verið 3 ár í röð og heppnast gríðarlega vel. Mikil eftirvænting skapast fyrir þennan seinasta dag hvers seasons og eru, hvað flest allir þeir, sem eru í core hópnum á því að þetta sé þeirra uppáhalds dagur í fjallinu hvert ár.

Það sem gerir þennan eina dag öðruvísi en alla aðra daga upp í fjalli er að parkið er endurgert og sett upp á skemmtilegan og frumlegan máta. Einnig er plötusnúður ( höfum bæði verið með Danna Deluxe og Emmsjé) í miðju fjallinu með dj-set og spilar þar tónlist sem ómar um allt fjallið, sem skapar einstaka stemningu og gleði. Öll þrjú árin hefur veðrið verið óaðfinnanlegt, þar sem um blankalogn, sól og heiðskýran himin er að ræða.

Til að krydda enþá meira upp á þetta höfum við fengið góða félaga og fyrirtæki til að gefa okkur drykki, veigar og allskonar fatnað og varning til að gefa í fjallinu. Þau fyrirtæki sem hafa lagt okkur lið hvað það varðar eru: Ölgerðin, Vífilfell, Noland, Brim, Mohawks, SS pylsur, Slark og Útilíf.

Af þessum ástæðum er Mintsnow Summerjam búinn að stympla sig inn sem einn af brettaviðburðum vetrarins á Íslandi, sem þú vilt ekki missa af.

Mintsnow summerjam er og verður áfram, haldið yfir helgi í byrjun mai, þegar það er búið að loka fyrir almenning í Bláfjöllu. Viðburðurinn verður bara betri og betri og er gaman að sjá hvað fólk er að taka vel í hann og er ánægt með framtakið. Án þess og án ykkar sem mæta og deila þessum degi með Mintnsow væri þetta algjörlega tilgangslaust.

Sérstaklega viljum við taka fram að þetta væri ekki hægt að halda þennan dag ef að homies uppí Bláfjöllum væru ekki svona nettir á því og til í að gera góða hluti með okkur. Ssamstarfið sem Mintsnow er farið að eiga við þá hvort sem um viðburði eða brettaskóla sé að ræða er orðið mjög gott og eru þeir alltaf tilbúnir að mæta þörfum okkar brettahópsins hvað kaup á nýjum reilum og boxum varðar og uppsetningu þeirra í fjallinu.

 

Mintan 2013 

Mintan 2013 var haldin í marsmánuði það sama ár. Hugmyndin kom upprunalega frá Gauta Þey sem nálgaðist Davíð, eiganda Mintsnow, um að gera snjóbretta og tónlistarviðburð. Flestir þeir sem stunda snjóbretta eða hjólabretti hafa gaman að tónlist og hlusta oft á hana meðan þeir renna sér og er er því ákvðein tenging þar á milli.

Upprunalega átti að hafa snjóbrettapartinn af viðburðinum upp í fjöllum en sökum snjóleysis var viðburðurinn færður niður í miðbæ Reyjavíkur. Við höfðum 3 daga til að skipuleggja það og voru því góð ráð dýr. Í samvinnu við tvo unga og flotta stráka sem voru á þeim tíma að sjá um markaðsstarf fyrir RC Cola náðum við að byggja snjóbrettabraut í Naustinni ( gatan á milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis). Götunni var lokað yfir daginn og voru fengin 300 vörubretti frá Eimskip, Tonn af snjó flutt úr fjöllunum, stillansar og pallettur frá Byko og sérsmíða reil og ónýtur bíll til að mynda sérsmíðuðu brautina.

Mikil stemning myndaðist yfir daginn og var þessu veitt mikil athygli. Fréttir stöðvar tvö mættu á svæðið og tóku viðtal við skipuleggjendur viðburðarins. Gaman að segja frá því að stöð2 notaði einmitt skot frá Mintunni 2013 í Kryddsíldina sem var sýnd um áramótin 2013/2014 og einnig er skot notað í stutt fréttainnslag sem birtist á undan öllum fréttatímum vikunnar á stöð2. Aðrir fjölmiðar, svo sem fréttatíminn, fréttablaði og mbl.is sýndu þessu einnig áhuga og birtu greinar í sínum blöðum.

Yfir daginn var síðan haldin jibb keppni þar sem bestu snjóbrettamenn landsins fengu boð um að sýna listir sínar. Plötusnúður tók sér pláss í Útilífs trukknum og spilaði tónlist fyrir keppendur, gesti og gangandi. Davíð sá um dómgæslu og Emmsjé Gauti var kynnir keppninnar. Í lok dags voru svo verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðu dagsins og endaði Gunnar Viðar Gunnarsson á því að fá best overall, Otti Freyr fékk besta trikkið og Gabby Maiden fékk besta slammið.

Um kvöldið var svo tónlsitarveisla á Gamla Gauknum þar sem Agent Fresco, Úlfur Úlfur , Emmsjé Gauti og Trap Nights stigu á stokk.